Bækistöðin okkar

Hér erum við staðsett. Norður-Vík er einn elsti búsetustaður í Vík og var breytt í farfuglaheimili fyrir rúmlega tuttugu árum. Þegar þú mætir til okkar endilega komdu inn í afgreiðsluna, fáðu þér sæti í notalegum sófa, slakaðu á, notaðu salernisaðstöðuna, vafraðu um netheima eða gæddu þér á kaffi eða te og hinkraðu þar til leiðsögumennirnir þínir ná í þig.

Sagan

Norður-Vík

Norður-Vík er einn af elstu bæjum Vík. Bær hefur staðið þar síðan fyrir aldarmótin 1900 en núverandi hús er byggt 1950. Því var breytt í farfuglaheimili fyrir rúmum 20 árum síðan og hefur verið rekið sem hluti af alþjóðlegu farfuglakeðjunni, Hostelling Ingernational síðan. Norður-Vík er grænt hostel.

Við erum heppin að geta kalla’ Norður-Vík heimilið okkar og vinalegt starfsfólk hostelsins er alltaf til staðar, hver sem þörfin er. Hér hittumst við fyrir zipline ferðir, þú gætir orðið var við svifvængjaáhugamenn frá True Adventure hér líka eða hitt á Pöndu sem finnst gaman að stika um garðinn. Ekki hika við vafra frítt um netheima í anddyrinu, fá þér kaffi eða te á meðan þú bíður eftir að hitta á leiðsögumennina.

Finndu okkur í Vík

Þegar þú ert kominn í Vík beygir þú upp á Suðurvíkurveg, framhjá veitingarstaðnum Suður-Vík og slökkviliðinu þar til þú keumur að malarvegi, fylgdu honum niður brekku og til vinstri og þá ættiru að finna okkur.

Aðkoma frá vestri (Reykjavík)

Aksturstími

Frá Reykjavík: 2,5 klst.
Frá Skógum: 30 mín.

Frá Reykjavík beygir þú í austurátt inn á hringveginn (nr.1) og fylgir honum þar til þú kemur til Víkur.

Aðkoma frá austri (Höfn)

Aksturstími

Frá Höfn: 3 klst.
Frá Kirkjubæjarklaustri: 1 klst.

Frá Höfn er ekið í vesturátt eftir hringveginum (nr.1) þar til komið er til Víkur.

GPS hnit

N 63.423361
W -19.008923

Húsfreyjan í Noður-Vík

Æsa

Æsa ber nafn úr norrænni goðafræði sem þýðir gyðja. Það ku vera réttnefni í þessu tilfelli þar sem hún trónir ein á hásæti hostelstýrunnar í Vík. Æsa hefur rekið  farfuglaheimilið síðan hún lauk menntaskóla. Hún hefur leiðsagt ferðir um Mýrdalin svo lengi sem elstu menn muna og er afar áhugasöm og fróð um byggðarsögu svæðisins, íslenska tungu og útivist. Með nýfundinni ævintýraþrá hefur hún tekið upp á því að stunda svifvængjaflug, zipline (auðvitað) og hestaferðir. Hún eignaðist fyrir ekki svo löngu hest sem ber saman nafn og hún sjálf. Ef heppnin er með þér færðu hana sem leiðsögumann í zipline, þar ertu með mikinn reynslubolta og ekki skemmir fyrir að hún á það til að leyfa hundinum Pöndu að fljóta með.