Zipline & Paragliding

Vík Adventure

Okkar uppáhalds upplifanir í Vík; zipplínur og Svifvængjaflug. Zipplínurnar liggja niðri í gegnum stórkostlega fagurt gil og upplifunin að svífa um á milli skýjahnoðra, hátt yfir svörtum fjörum Mýrdalsins er einstök.

Þessi kombó ferð í Vík er upplögð fyrir þá ævintýra unnendur. Ef bæði er bókað saman fæst 25% afsláttur.

Ævintýri í Vík – Zipline & Paragliding

Um upplifunina

Framboð

Sumar: May – Sept

Lengd

Gefið ykkur allavega 3,5 – 4 klst. fyrir þessa ferð. Lengd ferðarinnar gæti breyst ef hópurinn er stór eða veðurskylirði eru ekki hagstæð.

Innifalið

Allur öryggisbúnaður, skutl að upphafstað, bæði fyrir zipplínur og svifvængjaflugið, ganga um Grafargil með leiðsögn, zipplínur og svifvængjaflug.

Þetta þarftu

Gott er að klæða sig eftir veðri, við mælum með hlýjum og vindheldum fatnaði og gönguskóm. Húfa og hanskar eru valkvæð og sítt hár skal flétta eða festa í lágan hnút í hnakkanum.

Hittumst hér

Víkurbratu 5, Vík í Mýrdal (sjá kort). Vinsamlegast mætið 10 – 15 mínútum fyrir áætlaðan brottfarartíma.

Veður

Stundum er nauðsynlegt að breyta brottfaratíma örlítið út af veðri. Vinsamlegast athugið tölvupóstinn ykkar áður en þið komið og skiljið eftir símanúmer svo við getum náð í ykkur ef það verða einhverjar breytingar á áætluninni.

Svifvængjaflug
Við hittumst að Víkurbraut 5, sama húsnæði og Icelandic Lava Show og Súpufélagið. Ef þú ert snemma á ferð hikaðu ekki við að kíkja inn og nýta þér salernisaðstöðuna, þráðlaust internet og þiggja hjá hokkur bolla af heitu kaffi eða te áður en leiðsögumennirnir okkar koma. Við tökum stutt veðurmat og ef allt lítur vel út hoppum við upp í bíl og ökum upp á þann hól eða fjall sem vænlegastur er fyrir gott svifvængjaflug. Eftir að við erum búin að fara yfir öll öryggisatriði færð þú leiðbeiningar frá flugkennaranum þínum varðandi flugið, engar áhyggjur, við sendum þig ekki af stað án þess að festa þig vel við kennarann þinn. Flugtíminn sjálfur veltur á veðrinu og veðuraðstæðum, hann getur varað allt að 30 mínútum. Eftir lendingu ökum við aftur í bækistöðina okkar og græjum okkur fyrir næsta ævintýri, sem er zipline.

 

Zipplínur
Fyrir zipplínu ævintýrið förum við einnig yfir öll öryggisatriði áður en lagt er af stað. Allir eru klæddir í öryggisbelti og fá hjálm svo er lagt af stað að upphafstað göngunnar. Ökuferðin tekur ca. 3 mínútur og svo taka við aðrar 3 mínútur í göngu að fyrstu línunni. Þar förum við aftur yfir nákvæmar öryggisleiðbeiningar og göngum úr skugga um að allir séu öruggir og ánægðir með það sem framundan er svo þátttakendur njóti sín sem best á meðan upplifunin fer fram. Þegar allir eru tilbúnir þá zippum við yfir, einn í einu og næsta sem þú veist er að þú ert á fleygiferð yfir gilinu í sælurússi. Næsta lína kemur nánast strax á eftir þeirri fyrstu og svo tekur við ca. 10 mínútna gönguferð um stórbrotna náttúrufegurð Grafargils þar til við komum að því sem við köllum trúarstökkið (Leap of Faith). Að lokum rennum við yfir síðustu línun sem liggur yfri hinn fagra Hundafoss og ef veðrið er gott má enda á stuttri gönguferð eftir gamla þjóðveginum aftur inn í Vík.

Óskir & undirbúningur

Aldur

Allir verða að vera orðnir 8 ára og forráðamaður þarf að fylgja börnum undir 18 ára aldri.

Þyngd

Þyngdin verður að vera á milli 30 og 120kg. Verið heiðarleg, hér er þyngdin öryggisatriði.

SKÓBÚNAÐUR

Best er að vera í vatnsheldum gönguskóm með grófum sóla. Brautin okkar er oft blaut og sleip.

ÚTHALD

Gott er að geta labbað ca. 3 km. á ójöfnu landslagi, upp- og niður í mót á íslenskum móa.

LOFTHRÆÐSLA

Láttu leiðsögumennina vita og þeir gera sitt besta í að stappa í þig stálinu, þú getur alltaf hætt við (skilmálar gilda).

Barnshafandi

Það er ekki óhætt að zippa ef þú ert þunguð en komdu endilega aftur þegar þú ert orðin mamma.

Stundvísi

Mættu til okkar ca. 15 mínútum fyrir áætlaðan brottfarartíma. Sýnum tillitsemi og tefjum ekki fyrir öðrum.

Klæðnaður

Klæðumst eftir veðri, hlý, regn- og vindheld föt eru oft góður kostur á Íslandi.

Hárflókar

Sítt hár skal flétta eða segja í lágan snúð svo hjálmurinn passi á höfuðið og hárið flækist ekki í búnaðinum.

Skin og skúrir

Við förum í flesum veðurskilyrðum. Ef við verðum að afbóka ferð vegna veðurs reynum við að færa ferðina ykkar eða endurgreiðum ef það er ekki hægt.

Spurningar?

Ef einhverjar spurningar vakna varðandi zipplínurnar eða svifvængjaflugð, þyngdartakmarkinir eða eitthvað annað, sendu okkur þá endilega línu. Ef tíminn er knappur og alveg að koma að ævintýrinu þínu í Vík er líklega betra að taka upp tólið og hringja í okkur. Sími: +354 698 8890

Flugkennarar

Það er alltaf gott að vera undirbúin svo við gefum þér smá innsýn í flugkennarana þína. Það er mjög líklegt að annar þeirra, eða báðir, fylgi þér um Grafargil á zipplínunum.

Þráinn

Þráinn tók upp svifvængjaflug vorið 2013 og er svo heppinn að búa innan um öll þessi fögru fjöll í Mýrdalnum, enda hefur hann eytt hverri flughæfri sekúntu með fæturna langt frá jörðu. Ef hann er ekki upptekinn við kennslu á tvímenningsvængnum er líklegt að þú komir auga á hann á sólóvængnum sínu að prufa sig áfram í hinum ýmsu hundakúnstum. Á veturna hefur Þráinn eytt miklum tíma á Spáni og breiðir reglulega út væng sinn þar en alltaf endar hann í Vík aftur. Það er aðdáunarvert hversu vel hann þekkir svæðið og ef þú ert svo heppin að fá hann sem kennararnn þinn skaltu spyrja hann um allt, því hann veit svarið.

Sammi

Sammi lærði svifvængjaflug á löngum vordögum Íslands árið 2009 og ánetjaðist sportinu frá byrjun. Hann hefur síðan þá ferðast um heiminn með svifvænginn á bakinu en sættist loks á að skipta árinu í tvennt og eyðir sumrinu í Vík í Mýrdal en á veturna, flytur hann sig um set eins og farfuglarnir, til Höfðaborgar í Suður-Afríku og tekur farþega einnig í vænginn sinn þar. Sammi er alltaf brosandi og ekki að ástæðulausu að hann er kallaður „The Happy Hippo.“

Svifvængjaflug

Einstök upplifun, hátt yfir glæsilegu landslagi meðfram Suðurströnd Íslands. Vindáttin og styrkur ræður því hvar flugsins fer fram hverju sinni.

Zipline ævintýri

Bókið hér

*Afslátturinn reiknast í síðasta skrefinu í bókunarferlinu, áður en greitt er.

 

Verð með afslætti:
37.425 kr.
Börn: 31.875 kr.

Fullt verð:  ISK 49.900 / Börn ISK 42.500

VILTU EITTHVAÐ SÉRSNIÐIÐ? VIÐ GETUM LÁTIÐ ÞAÐ GERAST!

Starfsmannahópar, skólahópar, stórir hópar, smáir hópar, stórfjölskyldan, einkaferð eða hvernig hópur sem er og hvaða þörf sem er þá getum við mögulega aðstoðað. Sendu okkur endilega línu með ykkar óskum.

GÖNGUSKÓR

Mundu eftir gönguskónum! Íslensk jörð er oft blaut og mjúk. Við göngum eftir kindastígum í landslaginu og mjóum göngustígum, stundum rennur smá lækur yfir gönguleiðina okkar og eftir rigningar og um vetur er leiðin oft blaut og hál. Gönguskór hjálpa til við að halda fótum þurrum og á stígunum.
 • star rating  Friendly guides took us, a family with 3 Children, to the start of the zipline. We went on four different zips, the first two were close to each other, the... read more

  sjofnthor
  4/17/2021
 • star rating  A great outdoor adventure in beautiful surroundings. Takes 1,5 - 2 hours. Nothing to be afraid of 🙂

  Bjarmi
  3/23/2021
 • star rating  Family group of nine people from 8 -48 years old, were all enjoyed the tour. Really nice staff that took the time to make sure everybody were... read more

  255l_rusg
  3/16/2021
 • star rating  Great for the whole family. A must do in Vík. The hike was easy and the staff was really great. The kids loved it as well as the adults

  Stefán R
  2/21/2021
 • star rating  Beautiful surroundings with history. Fantastic all around experience, highly recommend Zipline to everyone (locals and tourists)

  siggeir_rns2020
  9/21/2020