Um okkur
Klukkutími eða tveir með okkar frábæra teymi ætti enginn að láta framhjá sér fara. Markmið okkar er að hafa gaman með öllum okkar gestum og bíðum spennt eftir komu þeirra.

Sagan
Við erum kátleg hjörð
Öryggið, ásamt gleði er alltaf í fararbroddi hjá okkur, í öllum okkar ferðum og það án þess að marka of stórt skref í náttúruna sem við könnum til hlýtar, þar sem við stígum niður fæti. Bækistöðin okkar er Norður-Vík hostel í Vík og er öllum velkomið að kíkja við, grípa harness og deila þessari skemmtilegu upplifun með okkur. Við mælum þó með að bóka með allavega dags fyrirvara.
Svona byrjaði þetta
Hvort sem þið trúið því eða ekki þá hittumst við öll í gegnum áhuga okkar á svifvængjaflugi. Eftir nokkrar ferðir að elta hitauppstreymi um landið ákváðum við að sameina krafta okkar.
Zipline Iceland
Zipplínu hugmyndin fæddist á votum regndegi, þar sem við gátum ekki flogið og höfðum ekkert að gera. Það kviknaði þörf til að vera úti að leika, gera eitthvað skemmtilegt og ævintýralegt.
Framtíðin
Við erum enn með nokkrar hugmyndir í handraðanum, sumar eiga vonandi eftir að líta dagsins ljós, aðrar fá að liggja áfram vel faldar í hugarfylgsnum okkar.

Sammi
Leiðsögn

Æsa
Leiðsögn

Ása
Skrifstofa // Sumarleiðsögn

Katla
Leiðsögn (í þjálfun)

Þráinn
Leiðsögn

Addý
Leiðsögn (í þjálfun)
Uppáhald allra
Panda
