
Zipplínu ævintýri í Vík
20% afsláttur af gjafabréfum til jóla.
zipplínu ævintýri
Um upplifunina

Framboð

Lengd

Innifalið

Þetta þarftu

Samkomustaður

Veðrið
Í UPPHAFI
Rétt norðan við bæinn Vík í Mýrdal er lítið gil umvafið stórbrotnum fjöllum og jöklum, Grafargil. Í gilinu er merkt gönguleið og á nokkrum stöðum á leiðinni höfum við strengt zipplínur yfir gilið. Við hittumst í Norður-Vík og græjum alla í viðeigandi öryggisbúnað. Þaðan er ca. 5 mín. akstur að upphafsstað göngunnar. Þegar úr bílnum er komið tekur við ganga að fyrstu línunni, Litla Rússa. Þar förum við yfir allar öryggisleiðbeiningar og sýnum ykkur hvernig hægt er að zippa örugglega yfir á þæginlegan hátt, einn yfir í einu. Það næsta sem þú veist er að þú ert á spennuþrunginni fleygiferð hátt yfir gilinu, mundu að halda augunum opnum því útsýnið er stórfenglegt.
MIÐJAN
Önnur línan okkar, Blíði risinn, byrjar nánast þar sem sú fyrsta endar. Þessi lína er lengst, 240 metrar og margir telja hana þá fegurstu. Þegar allir hafa zippað örugglega yfir þessa línu er kominn tími fyrir smá gönguferð, hún er ekki löng, ca. 10 mín. og liggur í gegnum stórbrotið landslags Grafargils að næstu línu. Trúarstökkið er stysta linan okkar og hér förum við yfir gilið á annan hátt en við gerðum áður. Við viljum ekki segja meir af því að þessum hluta viljum við halda leyndum þar til reynir á.
AÐ LOKUM
Í lokin zippum við yfir stóra rússa, sem liggur yfir foss að nafni Hundafoss og ef veðrið er gott er öllum velkomið að ganga gamla þjóðveginn aftur heim á hostel.
Óskir & undirbúningur
Aldur
Allir verða að vera orðnir 8 ára og forráðamaður þarf að fylgja börnum undir 18 ára aldri..
Þyngd
Þyngdin verður að vera á milli 30 og 120kg. Verið heiðarleg, hér er þyngdin öryggisatriði.
Skóbúnaður
Best er að vera í vatnsheldum gönguskóm með grófum sóla. Brautin okkar er oft blaut og sleip.
Úthald
Gott er að geta labbað ca. 3 km. á ójöfnu landslagi, upp- og niður í mót á íslenskum móa.
Skóbúnaður
Best er að vera í vatnsheldum gönguskóm með grófum sóla. Brautin okkar er oft blaut og sleip.
Þungaðar konur
Það er ekki óhætt að zippa ef þú ert þunguð en komdu endilega aftur þegar þú ert orðin mamma.
Stundvísi
Mættu til okkar ca. 15 mínútum fyrir áætlaðan brottfarartíma. Sýnum tillitsemi og tefjum ekki fyrir öðrum.
Klæðaburður
Klæðumst eftir veðri, hlý, regn- og vindheld föt eru oft góður kostur á Íslandi.
Hárflókar
Sítt hár skal flétta eða segja í lágan snúð svo hjálmurinn passi á höfuðið og hárið flækist ekki í búnaðinum.
Skin of skúrir
Við förum í flesum veðurskilyrðum. Ef við verðum að afbóka ferð vegna veðurs reynum við að færa ferðina ykkar eða endurgreiðum ef það er ekki hægt.




Spurningar?
Sneak Peek
Trúarstökkið


Baldur Blíði

Stóri Rú



Zipplínu ævintýri
Bókið hér
*Börn verða að vera í fylgd forráðamanna.
ISK 14.900
Börn: ISK 7.500
Viltu eitthvað sérsniðið? Við getum látið það gerast!


Gönguskór
