Hafðu samband

Finndu okkur

Þú getur alltaf fundið, allavega eitt okkar, á hostelinu Norður-Vík. Ef við erum akkúrat að gleyma okkur í gleðinni í nærliggjandi giljum þegar þig ber að garði er þér velkomið að senda okkur email eða hringja.

Hringdu í okkur

(+354) 698 8890

Sendu okkur tölvupóst

Opnunartímar

Sumar: 8 – 16
Vetur: 10 – 16

Komdu í heimsókn

Suðurvíkurvegur 5,
870 Vík í Mýrdal

Spurningar & svör

Algengar spurningar

Við fáum oft spurningar um zipplínurnar okkar og hvernig skuli klæðast við upplifunina. Gott er að hafa í huga að hér á Fróni er oft vindur og blautt en þó getur sólin glennt sig á bláum himni, allavega part úr degi. Við mælum með að klæðast eftir veðri daginn sem upplifunin er, vind- og/eða regnheld föt eru oft góð hugmynd. Gönguskór eða lokaðir (helst vatnsheldir) skór með grófum sóla eru svo algjör nauðsyn á okkar mjúka og blauta landslagi. Ef einhverjar frekari spurningar vakna tökum við glöð á móti spurningum á tölvupósti.
Barnið mitt er næstum 8 ára, getur það komið með?
Ef barnið þitt er orðið 30 kg., þrátt fyrir að ná ekki aldurstakmörkunum er það velkomið með í för.
Ég er með vandamál í hnjám, kemst ég með?
Við göngum upp- og niður í mót í alíslenskum móa, eftir kindastígum og engum stígum, ef þú treystir þér í þannig göngur er það ekkert mál. Þess má þó geta að göngurnar á milli línanna eru aldrei mjög langar.
Þarf ég húfu?
Þú færð hjálm, það er fínt að hafa húfu eða buff undir hjálminn að vetri til en ekki nauðsyn að sumri.
Þarf ég hanska?
Þú þarft aldrei að snerta zipplínurnar, festa þig á eða taka þig af. Því eru hanskar ekki nauðsynlegir en ef kalt eða blautt er í veðri er oft gott að geta hlýjað köldum fingrum í hönskum.

Hafðu samband við Zipline Iceland